Kristín Ragna Gunnarsdóttir útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1992. Hún hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur. Hún var gestanemi í málun veturinn eftir. Kristín lauk BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð hennar fjallaði um samspil texta og mynda í myndabókum. Hún var gestanemi í bókmenntafræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Kristín lauk MA-prófi í ritlist frá HÍ 2016. Hún hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta 2015 og fékk Vorvindaviðurkenningu IBBY fyrir störf sín í þágu barnamenningar sama ár. Kristín hefur sýnt verk sín í mörgum löndum og hlotið margskonar viðurkenningar og verðlaun fyrir myndskreytingar sínar, m.a. Dimmalimm - Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang . Hún hefur auk þess skrifað sex bækur og verið sýningarstjóri nokkurra gagnvirkra sýninga. Kristín Ragna er sjálfstætt starfandi teiknari, grafískur hönnuður, hugmyndasmiður, rithöfundur, fyrirlesari og kennari. Netfang: krg@krg.is

Kristín Ragna Gunnarsdóttir is an illustrator and writer. She studied graphic design at The Icelandic College of Arts and Crafts and has a BA-degree in Literature and a MA-degree in Creative Writing from The University of Iceland. Kristín Ragna has recieved many awards for her artwork and has won The Icelandic Illustration Award - Dimmalimm twice. Her picturebook Hávamál was nominated for the IBBY Honour List 2014 for the quality of its illustrations. Kristín has participated in exhibitions in Iceland, Denmark, Sweden, Germany and the United States of America.